Hótel Örk

Vefsíðan Hótel Örk

 

Í nánu samstarfi við starfsfólk á Hótel Örk hönnuðum við og kóðuðum þessa fallegu vefsíðu. Vefsíðan aðlagar sig alveg að hvaða skjástærð sem er ásamt því er hún sérlega létt í keyrslu á snjallsímum. Verkefnið var sérlega skemmtilegt og krefjandi, í mörg horn að líta. M.a. þurftum við að koma tengingu við bókunarvélina þannig fyrir að hún væri alltaf með þeim sem skoða síðuna án þess þó að þvælast fyrir.

Öllu jafna er mikið magn af upplýsingum, bæði grunnupplýsingar og svo breytilegar upplýsingar, sem þarf að komast í á sem fljótlegastan máta. Hérna var ákveðið að setja upp stóra valmynd sem er með flýtileið í allar helstu upplýsingar. Allar upplýsingar eru bæði á íslensku og ensku og með lítilli fyrirhöfn má bæta við tungumálum.

Vefsíðan er þannig sett upp að stjórnandi síðunnar getur uppfært velflesta vefsíðuhluta frá stjórnborði síðunnar. Síðan settum við upp vísanir úr útdeildum hlekkjum af fyrri síðu þannig að þeir rötuðu á réttar og uppfærðar síður á nýju vefsíðunni svo viðskiptavinurinn væri tekinn á rétt efni í stað þess að grípa í tómt. Það hjálpar einnig vefsíðunni gagnvart leitarvélum.

Skoða má vefsíðuna hér: https://hotelork.is

 

Vefsíðan Hótel Örk