Hótel Örk

Vefsíðan Hótel Örk

 

Í nánu samstarfi við starfsfólk á Hótel Örk hönnuðum við og kóðuðum þessa fallegu vefsíðu. Vefsíðan aðlagar sig alveg að hvaða skjástærð sem er ásamt því er hún sérlega létt í keyrslu á snjallsímum. Verkefnið var sérlega skemmtilegt og krefjandi, í mörg horn að líta. M.a. þurftum við að koma tengingu við bókunarvélina þannig fyrir að hún væri alltaf með þeim sem skoða síðuna án þess þó að þvælast fyrir.

Öllu jafna er mikið magn af upplýsingum, bæði grunnupplýsingar og svo breytilegar upplýsingar, sem þarf að komast í á sem fljótlegastan máta. Hérna var ákveðið að setja upp stóra valmynd sem er með flýtileið í allar helstu upplýsingar. Allar upplýsingar eru bæði á íslensku og ensku og með lítilli fyrirhöfn má bæta við tungumálum.

Vefsíðan er þannig sett upp að stjórnandi síðunnar getur uppfært velflesta vefsíðuhluta frá stjórnborði síðunnar. Síðan settum við upp vísanir úr útdeildum hlekkjum af fyrri síðu þannig að þeir rötuðu á réttar og uppfærðar síður á nýju vefsíðunni svo viðskiptavinurinn væri tekinn á rétt efni í stað þess að grípa í tómt. Það hjálpar einnig vefsíðunni gagnvart leitarvélum.

Skoða má vefsíðuna hér: https://hotelork.is

 

Sundlaugar.is

Upplýsingasíða fyrir allar sundlaugar á Íslandi

Hér fórum við í þarfagreiningu, hönnun og forritun á upplýsingasíðunni sundlaugar.is. Vefsíðan er með megináherslu á snjalltæki þar sem fólk er mikið á ferðinni og vill nálgast upplýsingar um næstu sundlaug. Vefsíðan er að mestum hluta á tveimur tungumálum, íslensku og ensku. Þetta er stílhrein og hröð vefsíða sem aðlagar sig að skjám og snjalltækjum.

Sundlaugar.is er upplýsingasíða þar sem þú finnur helstu upplýsingar um allar sundlaugar á Íslandi. Þarna er að finna myndir, lýsingar, afgreiðslutíma, verðskrá, staðsetningarkort o.m.fl. um hverja sundlaug fyrir sig. Jafnframt eru sundlaugar.is fréttaveita sem segir fréttir af sundlaugum á íslandi.

Kynntu þér málið á: sundlaugar.is

Valencia Vinos

Forsíða á vefsíðunni rautt.com

Eigandi Valencia Vinos leitaði til okkar fyrir litaþema á rautt.com. Eins og venjulega leitumst förum við ígrundað í liti merkissins og finnum út heppila litapalettu. Fyrst og fremst erum við með í huga að þemað sé mjúkt en á sama tíma gott fyrir fólk sem er með skerta sjón.

Rautt.com er netverslun sem með einkaumboð á léttvínstegundum sem ekki hafa áður verið til boða hér á Íslandi. Þetta eru vín sem má segja að eru í klössum fyrir ofan flest önnur léttvín hér á Íslandi en á eistaklega góðum verðum

Monkey.is

Forsíðumynd af monkey.is

Í þessu verkefni settum fókusinn á litina til samræmis við tóninn í merki fyrirtækisins. Þægileg litasamsetning sem þerytir ekki augun.

Á monkey.is getur þú m.a. valið úr gríðarmiklu úrvali af kaffitegundum fyrir geisivinsælu Nespresso kaffivélarnar á sérlega hagstæðu verði.

HVER Restaurant

Skjámynd af HVER Restaurant síðunni. Stílhreint og snjalltækjavæn.

Hérna var tekist á við ýmis skemmtileg og krefjandi verkefni við að setja síðuna upp út frá þeirri hönnun sem við settum fram. Í stjórnborðinu á síðunni, þ.e. bakendanum, er hægt að skipta á einfaldan hátt út myndefni og texta á síðunni. Vefsíðan er á tveimur tungumálum, ensku og íslensku, og með lítilli fyrirhöfn má bæta tungumálum við eftir þörfum.

Það er eins með HVER Restaurant síðuna og aðrar vefsíður frá 740.is þá alltaf laggt upp með að þær séu einfaldar í notkun, léttar í keyrslu, stílhreinar og að þær passi fyrir alla skjái.

Það var einstaklega þægilegt að vinna þetta verkefni með fólkinu hjá HVER Restaurant.

Kíktu endilega á vefsíðuna: HVER Restaurant

Líkami & Boost

Forsíðan hjá Líkama & Boost

Hönnun og vefsíðugerðin fyrir Líkama & Boost var sérlaga skemmtileg þar sem lagt var upp með að hafa síðuna fríska og líflega. Staðsetning, símanúmer, matseðlar og samfélagsmiðlarnir þeirra er aðgengilegt hvert sem farið er á síðunni. Vefsíðan er snjalltækja væn og passar í hvaða stærð á skjá sem er.

Líkami & Boost rekur boostbar í Sporthúsinu Reykjanesbæ ásamt því að selja fæðubótarefni frá þekktum framleiðendum eins og SCI-MX ásamt ýmsum vörum fyrir líkamsræktina.

Kíktu endilega á vefsíðuna: Líkami & Boost

Gluggalokanir

Mynd af forsíðu gluggalokanir.is

Þessi vefsíða var hönnuð með hliðsjón af vefsíðu erlenda birgjans að hluta sem Gluggalokanir er umboðsaðili fyrir hér á Íslandi. Vefsíðan er meira hugsuð sem almenn upplýsingasíða fyrir umboðsaðilann og hentar hún öllum tegundum af snjalltækjum og skjám. Á síðunni er hægt að sjá leiðbeiningar hvernig best er að mæla gluggana hjá sér áður pöntun er gerð. Umboðsaðili gluggalokana er Mannberg stálsmiðja.

Kíktu á vefsíðuna gluggalokanir.is

Lilja Ingva

Lilja Ingva - ÍAK Einkaþjálfari

Hér sáum við um hönnun og uppsetningu vefsíðu fyrir Lilja Ingva – ÍAK Einkaþjálfari, liljaingva.is. Við hönnunina á þessari síðu var leitast við að hafa síðuna stílhreina, létta, grípandi og að hún passi í alla skjái og tæki. Vefsíðan skiptist í fjögur megin svæði, stóra mynd með fyrirsögn, hvað er innifalið í einkaþjálfun, umsögnum og um Lilju Ingva.

Hennar viðskiptavinir geta farið í form á síðunni til að skrifa umsögn um sinn árangur hjá henni. Í forminu er svæði fyrir nafn, umsögn og mynd. Einnig er hægt að senda henni fyrirspurn eða panta tíma á síðunni sem síðan kemur í tölvupóstinn hennar.

Kíktu endilega á vefsíðuna: liljaingva.com

Líkami & Lífsstíll

Mynd af vefsíðu Líkama og Lífsstíls sem var gerð í tengslum við 10 ára afmæli fyrirtækisins

Uppfærsla á útliti fyrri síðu Líkama & Lífsstíls í tilefni að fyrirtækið var að verða 10 ára. Allt efni á gömlu síðunni hélt sér en nýtt útlit og ný hugsun sett í stílhreint og flott útlit. Forsíðan skiptir um mynd í hvert sinn sem síðan er endurlhlaðin eða þegar komið er til baka á forsíðuna frá öðrum undirsíðum á síðunni. Hafa samband formið einfaldað til muna og gert þannig að sá sem fyllir það út geti fært sig um reit með því að nota Tab takkann á lyklaborði. Valmynd höfð einföld, aðeins það allra helsta sett í hana á meðan annað er staðsett í fætinum á síðunni.

 

Kíktu endilega á vefsíðuna: Líkami & Lífsstíll

Líkami & Lífsstíll

Netverslun Líkama & Lífsstíls

Uppfærsla á netverslun sem fyrir var. Nýtt útlit fyrir aðal netsíðun Líkama & Lífsstíls ásamt því að sameina aðra netverslun sem Líkami & Lífsstíll var með í þessa nýju með tilheyrandi gagnaflutningi. Einstaklega létt og þægilegt netverslunarkerfi sem aðlagar sig að öllum stærðum af skjám og snjalltækjum. Netverslunin býður upp á fjölda greiðsluleiða fyrir viðskiptavininn ásamt því að sýna liti á fatnaði á sérstakan hátt.

Kíktu endilega á vefsíðuna: Netverslun Líkama & Lífsstíls